Verkefnisstjóri - HÍ, Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna - Reykjavík - 201805/936


Verkefnastjóri við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme, UNU-GEST)

Umsóknarfrestur framlengdur til 28. maí.

Leitað er að öflugum einstaklingi til að sinna verkefnum við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST). Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið. Markmið hans er að þjálfa sérfræðinga til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem verið er að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands (sjá nánar um skólann á heimasíðu hans: www.gest.unu.edu).

Starfsmaðurinn mun vinna með forstöðumanni og öðru starfsfólki Jafnréttisskólans að daglegum rekstri, þar á meðal að gerð verkefna-, rekstrar- og fjárhagsáætlana. Enn fremur mun starfsmaðurinn hafa umsjón með fjáröflun og verkefnisstjórnun rannsókna- og sérverkefna. Hann mun einnig annast þróun og skipulagningu styttri námskeiða á vegum skólans hérlendis og erlendis. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistarapróf á sviði hug- eða félagsvísinda með áherslu á jafnréttis- og alþjóðamál.  
Reynsla af verkefnastjórnun, stefnumótun, alþjóðasamskiptum og þverfaglegri samvinnu.
Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð tungumálakunnátta er áskilin og mjög gott vald á ritaðri ensku er skilyrði.
Gott vald á einu öðru Norðurlandarmáli en íslensku er kostur.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst.                 

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Jafnréttiskólans, Irma Erlingsdóttir, netfang: [email protected]; sími: 8222371. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn