Doktorsnemi - Háskóli Íslands, Lífvísindasetur - Reykjavík - 201805/970

 

Doktorsnemi við Lífvísindasetur – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands - Reykjavík

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að rannsóknum á hjöðnun bólgu og þá sérstaklega á hlutverki daufkyrninga (neutrophils) í hjöðnun bólgu. Verkefnið byggir á notkun músa og fruma í rækt og RNA-seq gagna sem þegar eru til. Einnig verður notast við frumuflæðisjá, lagsmásjá og aðrar aðferðir í ónæmisfræði, frumulíffræði og lífefnafræði.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Doktorsnámssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist 15. ágúst 2018, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Starfssvið
Doktorsverkefnið verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands en Lífvísindasetur er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfaglegt og alþjóðlegt rannsóknaumhverfi.

Neminn mun vinna undir leiðsögn Ingibjargar Harðardóttur og Jónu Freysdóttur og vera hluti af rannsóknateymi þeirra. Rannsóknirnar eru unnar á Ónæmisfræðideild Landspítala og Lífefna- og sameindalíffræðistofu Læknadeildar í Læknagarði. Að verkefninu koma einnig vísindamenn við Leiden Háskóla í Hollandi og Semmelweis Háskóla í Ungverjalandi. 

Menntunar- og hæfniskröfur
Meistarapróf í ónæmisfræði, frumulíffræði, lífefnafræði eða skyldum greinum. 
Góð reynsla af vísindastörfum á rannsóknastofu við ónæmis-, lífefna-, sameinda- eða frumulíffræði.
Góð tölvufærni.
Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Umsóknarferli

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2018.

Sótt er um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands laus störf

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir hvernig viðkomandi uppfyllir skilyrði umsóknarinnar, áhuga fyrir verkefninu og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
Ferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum (BSc og MSc) og einkunnadreifingu.
Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
Yfirlit um birt efni umsækjanda, ef það á við.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar
Frekari upplýsinga skal leita hjá Ingibjörgu Harðardóttur ([email protected]) eða Jónu Freysdóttur ([email protected]).

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn