Sérfræðingur í flugmálum - Samgöngustofa - Reykjavík - 201805/982Sérfræðingur í flugmálum í öryggis- og fræðsludeild

Starfið: Samgöngustofa leitar að flugmenntuðum sérfræðingi eða aðila með mikla reynslu af flugmálum í starf hjá öryggis- og fræðsludeild samhæfingarsviðs stofnunarinnar. Starfið felst einkum í að hafa umsjón með rekstri gagnagrunns um flugatvik, þ.m.t. skráningu og greiningu gagna og miðlun upplýsinga um flugöryggi. Viðkomandi annast samskipti við innlendar og alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki í flugtengdum rekstri varðandi málaflokkinn. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Menntunar- og hæfniskröfur:
Flugtengd menntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi  
Reynsla og/eða þekking á loftförum og flugstarfsemi og áhugi á flugöryggi
Kunnátta í tölfræði og greiningu gagna er skilyrði sem og gott vald á framsetningu upplýsinga
Mjög góð almenn tölvukunnátta þ.m.t á töflureikna er áskilin og þekking á gagnagrunnum er kostur. 
Mjög góð enskukunnátta  er skilyrði, bæði í ræðu og riti
Góð íslenskukunnátta
Leitað er að samviskusömum og jákvæðum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur gott viðmót og sýnir frumkvæði í starfi. 

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga. 

Umsóknarfrestur er til 28. maí 2018.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar  í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Samgöngustofu hlakka um 140 öflugir starfsmenn til þess að þú bætist í hópinn. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is

Samgöngustofa
www.samgongustofa.is 
Ármúli 2 – 108 Reykjavík
Sími: 480-6000


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn