Starf í tölvumálum - ÁTVR - Reykjavík - 201805/969

 

Starf í tölvumálum hjá ÁTVR

Við leitum að jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi sem er tilbúinn að veita samstarfsfólki framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Unnið er í Windows og VMWare umhverfi og eru helstu einstök kerfi hjá ÁTVR Office 365 og Dynamics NAV.

Helstu verkefni og ábyrgð
Notendaþjónusta
Almenn kerfisstjórn
Viðhald og eftirlit með vél- og hugbúnaði
Rekstur afgreiðslukerfis

Hæfnikröfur
Minnst þriggja ára reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
Menntun á sviði upplýsingatækni er æskileg
Reynsla af rekstri afgreiðslukerfa er kostur
Áhersla er lögð á frumkvæði, skipulagshæfni, sveigjanleika, ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Símonardóttir - [email protected] - 560 7700

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og SFR. 
Áhugasamir sæki um starfið á www.vinbudin.is

ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land og er með skrifstofur og dreifingarmiðstöð á Stuðlahálsi 2. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. 
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn