Verkefnastjóri á skrifstofu - Háskóli Íslands, Námsbraut í sjúkraþjálfun - Reykjavík - 201805/972

 

Verkefnastjóri á skrifstofu Námsbrautar í sjúkraþjálfun – Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands - Reykjavík

Auglýst er laust til umsóknar 50% starf verkefnastjóra á skrifstofu Námsbrautar í sjúkraþjálfun.

Leitað er að úrræðagóðum og drífandi einstaklingi, sem hefur mikla skipulagshæfileika og nýtur þess að vinna með fólki.

Viðkomandi hefur aðsetur í Stapa við Hringbraut og verður þar hluti af góðri liðsheild námsbrautarinnar. Hann vinnur undir stjórn námsbrautarstjóra og er í náinni samvinnu við kennara og skrifstofu námsbrautarinnar.

Helstu verkefni:
Umsjón með klínískri kennslu í samvinnu við faglegan umsjónarmann klínísks náms
Samskipti við heilbrigðisstofnanir í tengslum við klínískt nám
Umsjón með ferða- og húsnæðismálum vegna klínísks náms úti á landi
Umsjón með matsblöðum, handbók, endurgjöf til kennara o.fl. í klínísku námi
Fylgja eftir þeim breytingum á klínísku námi sem standa yfir með nýju MS námi
Umsjón með samskiptum við stundakennara
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við formann námsbrautarstjórnar

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólagráða sem nýtist í starfi, æskilegt er að hún sé á sviði sjúkraþjálfunar eða annarrar heilbrigðisvísindagreinar
Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig lokið námi í verkefnastjórnun eða tengdum greinum sem nýtist í starfi
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og nákvæmni í starfi
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Góð íslensku- og enskukunnátta

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. ágúst 2018, eða skv. nánara samkomulagi.

UMSÓKNARFERLI

Sótt er um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands laus störf. 
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Briem, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun ([email protected] / s. 525 4096).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir: Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn