Eftirlitsdýralæknir á Norðausturumdæmi - Matvælastofnun - Akureyri - 201805/990

 

Eftirlitsdýralæknir á Norðausturumdæmi

Laust er til umsóknar starf eftirlitsdýralæknis í Norðausturumdæmi með aðsetri á Akureyri. Ráðning er frá 1. ágúst 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni felast í heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum, eftirlitsstörfum á sviði matvæla, dýraverndar og dýravelferðar, samskiptum við opinberar stofnanir ásamt umsjón með tilteknum málaflokkum á verksviði umdæmisskrifstofunnar.

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um dýralæknismenntun. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af störfum við  opinbert eftirlit. Þekking eða reynslu af opinberri stjórnsýslu er kostur. Nákvæm og fagleg vinnubrögð eru áskilin. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt og jafnframt búa yfir samstarfshæfni og lipurð í samskiptum. Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir, [email protected]  í síma 530 4800.

Umsóknarfrestur er til og með 28.05.2018. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið [email protected] og skráð „Eftirlitsdýralæknir“ í efnislínu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.  

Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn