Sérfræðingur í mannauðsmálum - Kjara- og mannauðssýsla ríkisins - Reykjavík - 201805/994

 

Sérfræðingur í mannauðsmálum

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins auglýsir eftir sérfræðingi í mannauðsmálum með áherslu á stjórnendur. Starfið felur í sér þátttöku í innleiðingu á nýrri stjórnendastefnu ríkisins, þróun starfsumhverfis stjórnenda og ráðgjöf í mannauðsmálum. Starfið felur einnig í sér yfirumsjón með fræðslu- og starfsþróunarmálum, gæðastjórnun mannauðsmála og þátttöku í þróun mannauðsmála ríkisins. Kjara- og mannauðssýsla sinnir verkefnum á sviði mannauðsmála ríkisins og er í forystu í starfsþróunarmálum og málefnum stjórnenda. Hún á í miklu samstarfi við öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins og er virkur þátttakandi í samstarfi aðila vinnumarkaðarins. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins er ráðuneytisstofnun sbr. 17. gr. Stjórnarráðslaga og er rekin sem hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Menntunar- og hæfniskröfur
» Háskólanám sem nýtist í starfi
» Þekking á mannauðsstjórnun, með áherslu á starfsþróun og skipulagi hennar
» Reynsla af stjórnendaþjálfun og ráðgjöf til stjórnenda er æskileg
» Þekking og reynsla af stefnumótun
» Þekking á gæða- og verkferlum 
» Færni í að miðla þekkingu og upplýsingum
» Rík samskiptahæfni og hvetjandi viðmót
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfileikar til að vinna í teymi
» Lausnamiðuð og gagnrýnin hugsun
» Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

Á kjara- og mannauðssýslu eru nú 12 störf en í ráðuneytinu öllu eru um 85 starfsmenn.

Drífandi einstaklingar með áhuga á mannauðsmálum og starfsemi hins opinbera eru hvattir til að sækja um. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um tvö störf getur verið að ræða. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2018.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á www.intellecta.is

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg ([email protected]) í síma 511 1225 og Aldís Stefánsdóttir ([email protected]) hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn