Mannauðsstjóri - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - Reykjanesbær - 201805/1005

Mannauðsstjóri

Laus er staða mannauðsstjóra við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hlutverk embættisins er hvers kyns löggæsla, landmæraeftirlit, rannsóknir lögreglumála og sakamála. Embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum var til með sameiningu lögreglunnar Í Keflavík og Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, árið 2007. Hjá embættinu starfa um 150 manns á þremur starfsstöðvum. Aðalskrifstofa embættisins er að Brekkustíg 39.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni mannauðsstjóra eru:
- Stefnumótun, þróun og framkvæmd mannauðsmála
- Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum
- Móttaka nýliða og umsjón með þjálfun þeirra
- Samskipti við stéttarfélög, framkvæmd kjarasamninga, réttindamál og aðbúnaður
- Umsjón og undirbúningur starfsmannasamtala
- Umsjón með sí- og endurmenntun 

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um:
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
- Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála.
- Þekking og reynsla á úrvinnslu tölfræðilegra gagna.
- Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og gerð verkferla
- Þekking á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar
- Þekking á sviði straumlínustjórnunar æskileg
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
- Góð kunnátta í íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga hafa gert.
Umsóknarfrestur er til 11. júní 2018 og sækja skal um stöðuna með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar og það er kostur að ferilskrá fylgi umsókn.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Helgi Kjartansson - [email protected] - 444-2200
Pétur Óli Jónsson - [email protected] - 444-2200

LTSN Fjármál og skrifstofuhald
Grænás
235 Keflavíkurflugvöllur


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn