Vefumsjón - Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn - Reykjavík - 201805/1006

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn auglýsir laust starf við vefumsjón
 
Starfið felur í sér umsjón með vefkerfum safnsins, skipulag og viðhald vefkerfa, forritun, þróun nýrra lausna og þjónustu við ábyrgðaraðila vefja og samstarfsmenn á safninu. Þátttaka í stefnumótun um vef- og samfélagsmiðlastefnu safnsins og eftirfylgni stefnunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, utanumhald og skipulagning á vefþjónustum safnsins
- Viðhald og þróun vefsvæða í vefumsjónarkerfi
- Eftirlit með efni vefjanna, teymisvinna, þjónusta og samstarf við ábyrgðaraðila efnis
- Regluleg vinnsla tölfræði um notkun á vefþjónustum safnsins
- Eftirlit með samfélagsmiðlum safnsins, virkni þeirra og efni 

Hæfnikröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi 
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta (bæði í ræðu og riti)
- Kunnátta í textagerð, úrvinnslu og framsetningu tölfræðigagna
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Haldgóð þekking á þróun framhliða vefsvæða með HTML, CSS, JavaScript og PHP
- Kunnátta í notkun myndvinnsluforrita
- Áhugi á varðveislu og miðlun menningararfsins

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða fullt starf. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. 
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. 

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Þjóðarbókhlöðunni s. 525-5600 www.landsbokasafn.is
Þekkingarveita í allra þágu

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Edda Guðrún Björgvinsdóttir - [email protected] - 525-5698

LBS tölvuþjónusta
Arngrímsgata 3
107 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn