Verkfræðingur - Landhelgisgæsla Íslands - Reykjavík - 201805/1007


Verkfræðingur með þekkingu á Norðurslóðamálum 

Landhelgisgæsla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkfræðings til starfa við Norðurslóðamál. Leitað er að metnaðarfullum og kraftmiklum aðila sem hefur góða þekkingu á Norðurslóðamálum. Mikill kostur er að viðkomandi hafi þekkingu á siglingaöryggi og hafrétti og þekki til starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Starfssvið: 
Greining og rannsóknir á sviði Norðurslóðamála.
Sértæk verkefni á sviði alþjóðasamskipta með áherslu á Norðurslóðir.
Seta í nefndum og ráðum fyrir hönd Landhelgisgæslunnar á vettvangi Norðurslóðamála.
Fjölþjóðleg samskipti á starfssviði Landhelgisgæslunnar, sér í lagi á vettvangi Norðurslóðamála.
Gerð og flutningur á kynningum á vettvangi Norðurslóðamála og annarra verkefna Landhelgisgæslunnar. 
Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir verksvið og þekkingu viðkomandi.

Hæfniskröfur:
Verkfræðimenntun, til dæmis á sviði áhættugreiningar og öryggisverkfræði.
Menntun í alþjóðasamskiptum kostur.
Menntun á vettvangi hafréttar og siglingaöryggis kostur.
Þekking á starfssviði Landhelgisgæslunnar, sér í lagi á vettvangi Norðurslóðamála mikill kostur. 
Góð þekking á Norðurslóðamálum.
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvufærni. 
Mjög góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli í ræðu og riti.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Viðkomandi þarf að geta staðist öryggisvottunarkröfur samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008.
 
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva.
 
Umsóknir skal senda á netfangið [email protected]  
 
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk.
 
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Auðunn Friðrik Kristinsson ([email protected]).
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn