Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201806/1161Háskóli Íslands

Doktorsnemi - Háskóli Íslands, Lífvísindasetur - Reykjavík - 201806/1161

Lífvísindasetur Háskóla Íslands, doktorsnemar við rannsóknir á umritun, þroskun og krabbameinum.

Auglýst er eftir þremur metnaðarfullum og drífandi doktorsnemum vegna verkefna við rannsóknir á (1) því hvernig umritunarþátturinn MITF stjórnar fjölgun litfruma, (2) stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum músa og (3) hlutverki sjálfsáts í krabbameinsmyndun.

Verkefnin hafa hlotið styrki frá Doktorssjóði Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði Rannís til þriggja ára.  
Verkefnin verða unnin við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt munu nemarnir vera tengdir við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Við Námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði.  
Lífvísindasetur Háskóla Íslands er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfagleg og alþjóðlegt rannsóknarumhverfi. 

Doktorsnemastaða (Umritunarþátturinn MITF og fjölgun litfruma) 
Neminn mun ákvarða hvernig umritunarþátturinn MITF stjórnar fjölgun litfruma. Verkefnið byggir á notkun músa og fruma í rækt og RNA-seq og ChIP-seq gagna sem þegar eru til. Einnig verður notast við aðferðir frumu- og sameindalíffræðinnar auk þess sem myndgreiningar í lagsjá koma við sögu. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í Læknadeild, verður leiðbeinandi í þessu verkefni (http://lifvisindi.hi.is/staff/eirikur-steingrimsson).

Doktorsnemastaða (stofnfrumur úr fósturvísum músa)
Neminn mun rannsaka stjórnun umritunar við frumusérhæfingu, með það að markmiði að varpa ljósi á sameindaferla þá sem stjórna frumusérhæfingu á frumfóstursskeiði.  Rannsóknirnar munu meðal annars miða við erfðamengisgreiningar (genome wide assays) eins og mótefnafellingar litnis og rannsóknir á genatjáningu þar sem notast verður við háhraðaraðgreiningu.  Að auki verður notast við hefðbundnari sameindalíffræðilegar, lífefnafræðilegar og frumulíffræðilegar aðferðir auk CRISPR-Cas9 erfðabreytingartækninnar. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni [http://magnuslab.is/].

Doktorsnemastaða (hlutverk sjálfsáts í krabbameinsmyndun)
Neminn mun rannsaka hlutverk sjálfsáts í frumum í krabbameinsmyndun, með áherslu á að skilja þá sameindaferla sem liggja til grundvallar. Í verkefninu verður unnið með frumuræktanir og notaðar fjölbreyttar sameinda- og lífefnafræðilegar aðferðir. Erfðabreytingar verða framkvæmdar í frumum með CRISPR-Cas9 tækninni, auk þess sem notaðar verða lagsjá og rafeindasmásjá til myndgreiningar. Margrét Helga Ögmundsdóttir, aðjúnkt við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni (http://lifvisindi.hi.is/staff/margret-helga-ogmundsdottir).

Hæfnikröfur
Leitað er að framúrskarandi nemendum með  meistarapróf í lífefnafræði, sameindalífvísindum eða skyldum greinum.
Góð reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við sameindalíffræði og frumulíffræði.
Færni og reynsla í vinnu við frumuræktir spendýrafruma er æskileg.
Góð tölvufærni.
Góð enskukunnátta er nauðsynleg, bæði töluð og rituð.
Umsækjendur verða að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.
Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Vinsamlega hafið samband við Eirík Steingrímsson ([email protected]), Ernu Magnúsdóttur ([email protected]) eða Margréti Helgu Ögmundsdóttur ([email protected]) ef óskað er frekari upplýsinga. 

Umsóknarferli
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018.

Áætlað er að verkefnin hefjist í september 2018. 

Sótt er um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir því hvernig hann uppfyllir skilyrði auglýsingarinnar. Auk þess skal lýst áhuga viðkomandi fyrir einu stöku verkefni, tveimur eða öllum, og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
Ferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing.
Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
Yfirlit yfir birtingar.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).


Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn