SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201806/1162Ríkissaksóknari

Skrifstofumaður - Embætti ríkissaksóknara - Reykjavík - 201806/1162

Embætti ríkissaksóknara óskar eftir að ráða skrifstofumann. 

Leitað er eftir einstaklingi til að sinna fjölbreyttum skrifstofustörfum hjá embættinu. Í starfinu felst m.a. gerð málsgagna vegna áfrýjunar sakamála, yfirlestur skjala frá ákærendum, skjalavistun og flokkun og tölvuvinnsla. 

Hæfniskröfur:
Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur en góð almenn menntun ásamt reynslu af skrifstofustörfum er nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að hafa mjög gott vald á íslensku jafnt töluðu sem rituðu máli. Færni í ensku og einu Norðurlandamáli er einnig æskileg. Gerð er krafa um góða almenna tölvukunnáttu.
Lögð er áhersla á skipulögð, vönduð og nákvæm vinnubrögð, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf og er ráðið í starfið frá 3. september n.k. eða eftir samkomulagi. 

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu auk upplýsinga um meðmælendur og önnur atriði sem máli kunna að skipta.  Umsókn sendist á netfangið [email protected]. Einnig má senda umsókn til ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, 108, Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Jenný Heiða Björnsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 444-2900. Upplýsingar um embætti ríkissaksóknara er að finna á www.rikissaksoknari.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn, jafnt karlar sem konur. Um starfskjör fer skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SFR stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn