SérfræðistörfVesturland201806/1163Vegagerðin

Svæðisstjóri - Vegagerðin - Borgarnes - 201806/1163

SVÆÐISSTJÓRI BORGARNESI 

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að taka við starfi svæðisstjóra vestursvæðis Vegagerðarinnar. Vestursvæðið nær yfir vestfirði og vesturland, allt frá Hvalfirði að Holtavörðuheiði. Svæðisstjóri hefur aðsetur í Borgarnesi. 
Hlutverk svæðisstjóra hjá Vegagerðinni er að hafa yfirumsjón með starfsemi svæðisins og framkvæmd á stefnu Vegagerðarinnar þar. 

Starfssvið
Æðsti yfirmaður starfsmanna á svæðinu
Stjórnun á starfsemi og verkefnum svæðis 
Áætlanagerð og fjármál svæðisins
Yfirumsjón með kaupum á ráðgjöf og útboði verka á svæðisvísu
Framkvæmd á viðhaldi og þjónustu vegakerfis svæðisins
Samskipti við opinbera aðila og hagsmunaaðila
Stefnumótun og seta í framkvæmdastjórn

Menntunar- og hæfniskröfur 
Meistarapróf í verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Farsæl reynsla af stjórnun
Þekking og reynsla á sviði mannvirkjagerðar
Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected].  Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veita Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eða Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri í síma 522-1000

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn