Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201807/1361Háskóli Íslands

Doktorsnemi á sviði hug- eða félagsvísinda

Doktorsnemi: Orðræða um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum 

Rannsóknasetrið EDDA við Háskóla Íslands auglýsir eftir doktorsnema á sviði hug- eða félagsvísinda í tengslum við þátttöku þess í öndvegisverkefninu „Reimagining Norden in an Evolving World‟ (ReNEW). 

Starfsvið

Doktorsverkefnið skal fjalla um efni sem tengist orðræðu um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum og falla undir rannsóknaáherslur EDDU (https://edda.hi.is/) og ReNew. Markmiðið er að auka skilning á Norðurlöndunum í alþjóðasamhengi með því að skírskota til samtímans og/eða sögulegra þátta. Styrkþegar ReNEW skulu dveljast um tíma við rannsóknir við einn eða fleiri þeirra háskóla sem eiga aðild að öndvegisverkefninu og sækja fundi og námskeið á vegum þess. Sjá nánar um ReNew hér:  https://www.helsinki.fi/en/researchgroups/reimagining-norden-in-an-evolving-world


Hæfniviðmið 


Doktorsnámið fer fram við  Háskóla Íslands í námsgrein sem tengist verkefninu með beinum hætti.  Umsækjandi skal uppfylla skilyrði fyrir inntöku í doktorsnám við Háskóla Íslands.

Umsóknarfrestur

Styrkurinn eru til eins árs með möguleika á framlengingu til tveggja ára eftir árangursmat. Vinna við verkefnið hefst eftir samkomulagi. 

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Frekari upplýsingar sem umsækjendur þurfa að veita um verkefnið og önnur atriði sem lúta að ferilskrá, prófskírteinum og ritaskrá er að finna hér: https://edda.hi.is/a-ph-d-fellow-in-the-humanities-or-social-sciences-nationalist-and-populist-discourses-in-the-nordic-countries/
  

Tengliður 

Nánari upplýsingar veitir Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri EDDU ([email protected]; sími: 822–2371). 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Rannsóknasetrið EDDA leitast við að efla stofnanatengsl við fjölbreytta samstarfsaðila á Íslandi og erlendis og hafa áhrif á opinbera stefnu og samfélagsþróun.   Sjá nánar á vefsíðu rannsóknarsetursins www.edda.hi.is.  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn