Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201807/1362Háskóli Íslands

Nýdoktor á sviði hug- eða félagsvísinda

Starf nýdoktors á sviði kynbundins ofbeldis og stjórnmála- og lagamenningu á Norðurlöndum 

Rannsóknasetrið EDDA við Háskóla Íslands auglýsir eftir nýdoktor á sviði hug- eða félagsvísinda í tengslum við þátttöku þess í öndvegisverkefninu „Reimagining Norden in an Evolving World“ (ReNEW). 

Starfsvið

Verkefnið skal fjalla um efni sem tengist kynbundnu ofbeldi og stjórnmála- og lagamenningu á Norðurlöndum og falla undir rannsóknaáherslur EDDU (https://edda.hi.is/) og ReNew. Markmiðið er að auka skilning á Norðurlöndunum í alþjóðasamhengi með því að skírskota til samtímans og/eða sögulegra þátta. Styrkþegar ReNEW skulu dveljast um tíma við rannsóknir við einn eða fleiri þeirra háskóla sem eiga aðild að öndvegisverkefninu og sækja fundi og námskeið á vegum þess. Sjá nánar um ReNew hér:  https://www.helsinki.fi/en/researchgroups/reimagining-norden-in-an-evolving-world


Hæfniviðmið 

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsnámi eða vera á lokastigum doktorsnáms sem tengist verkefninu með beinum hætti.  

Hvernig sækja á um

Styrkurinn eru til eins árs með möguleika á framlengingu til tveggja ára eftir  árangursmat. Vinna við verkefnið hefst eftir samkomulagi.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf

Frekari upplýsingar sem umsækjendur þurfa að láta fylgja umsókn, m.a. um hugmyndir sínar um verkefnið og önnur atriði sem lúta að ferilskrá, prófskírteinum og ritaskrá er að finna á vefsíðu rannsóknasetursins EDDU: https://edda.hi.is/a-post-doctoral-research-fellow-in-the-humanities-and-or-social-sciences/


Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2018

Öllum umsóknum er svarað og öllum umsækjendum verður tilkynnt þegar niðurstaða er fengin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá umsóknarfresti.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

Tengliður 

Nánari upplýsingar veitir Irma Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri EDDU ([email protected]; sími: 822–2371). 

Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Rannsóknasetrið EDDA leitast við að efla stofnanatengsl við fjölbreytta samstarfsaðila á Íslandi og erlendis og hafa áhrif á opinbera stefnu og samfélagsþróun.  Sá sem verður ráðinn mun taka virkan þátt í rannsóknastarfi EDDU (www.edda.is). 
 
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn