SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201807/1344Landspítali

Deildarstjóri kjaradeildar

Deildarstjóri kjaradeildar
Landspítali auglýsir eftir einstaklingi, með mikla reynslu af kjara- og mannauðsmálum, til að leiða kjaradeild spítalans. Á deildinni er unnið að gerð og eftirfylgni stofnanasamninga, túlkun og framkvæmd kjarasamninga og mótun verklags við launasetningu starfa og starfsmanna. Starfsmenn deildarinnar sitja í samstarfsnefndum hátt í 30 stéttafélaga innan spítalans og vinna að samskiptum við þau félög og kjaraþróun viðkomandi starfsmannahópa. Á kjaradeild starfa 7 starfsmenn og deildin tilheyrir mannauðssviði.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað spítalans og hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. 
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta um framkvæmd og túlkun kjarasamninga, gerð stofnanasamninga og launaröðun
» Stefnumótun og innleiðing verklags og ferla í kjaramálum
» Ráðgjöf um launasetningu og samhæfing
» Aðkoma að jafnlaunavottunarferli spítalans og verðmætamati starfa
» Umsjón með upplýsingamiðlun, úttektum og fræðslu um kjaramál
» Seta í samstarfsnefndum og samskipti við stéttarfélög og fleiri ytri aðila
» Rekstur og stjórnun deildarinnar

Hæfnikröfur
» Reynsla af kjara- og mannauðsmálum
» Þekking á opinberum vinnumarkaði 
» Reynsla og færni í stjórnun og teymisvinnu
» Færni í Excel og notkun upplýsingakerfa mannauðsmála
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
» Góð íslenskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
» Reynsla af samningagerð er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið. 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ásta Bjarnadóttir - [email protected] - 543 1330


LSH Skrifstofa mannauðssviðs
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn