SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201807/1345Landspítali

Deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar

Deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi, með mikla reynslu af mannauðsmálum, til að leiða mönnunar- og starfsumhverfisdeild spítalans. Á deildinni er unnið að mótun og innleiðingu verklags við mönnunarferli, þ.e. öflun umsækjenda og ráðningaferla, auk þróunarvinnu við vinnuskipulag og vaktakerfi og umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsmanna. Einnig sinnir deildin nýliðakynningum, fræðslu, viðhorfskönnunum og umbótaverkefnum á sviði starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála. Á deildinni eru um 10 stöðugildi og tilheyrir deildin mannauðssviði.

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað spítalans og sem hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. 
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. 

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta á sviði mönnunar, heilsueflingar og þróunar starfsumhverfis
» Stefnumótun, innleiðing stefnu og samhæfing í mönnunar- og heilsueflingarmálum
» Umsjón með starfsauglýsingum, ráðningakerfi, verkferlum og úttektum
» Ráðgjöf til stjórnenda og aðstoð við ráðningaferli, vinnuskipulag og heilsueflingu
» Umsjón með starfsmannakönnunum og eftirfylgni þeirra
» Samskipti við ytri aðila s.s. Vinnueftirlit
» Rekstur og stjórnun deildarinnar

Hæfnikröfur
» Reynsla af mannauðsmálum, mönnun og þróun starfsumhverfis
» Þekking á íslensku heilbrigðiskerfi og helstu starfsstéttum
» Reynsla og færni í stjórnun og teymisvinnu
» Þekking á mannauðskerfum og samskiptamiðlum
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
» Góð íslenskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi
» Þekking á vaktavinnuumhverfi og vaktakerfum er kostur 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um starfið. 

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ásta Bjarnadóttir - [email protected] - 543 1330


LSH Skrifstofa mannauðssviðs
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn