Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201807/1372Háskóli Íslands

Hjúkrunarfræðingur

Hjúkrunarfræðingur – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands - Reykjavík

Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi (study nurse/study coordinator) í fullt starf í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar.

Rannsóknin er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi og Memorial Sloan Kettering krabbameinsmiðstöðina í New York. Skimað er fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu og þeim einstaklingum sem greinast með forstig mergæxlis fylgt eftir í slembdri klínískri tilraun (randomized clinical trial (RCT)) til þess að meta ávinning af skimunarrannsóknum.

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands, leiðir rannsóknina og er hún gerð í samstarfi við rannsóknarhóp hans.

Helstu verkefni:
Hjúkrunarfræðingurinn mun tilheyra rannsóknarteymi verkefnisins. Í verkahring hans verður, meðal annars móttaka þátttakenda sem greinst hafa með forstig mergæxla. Önnur helstu verkefni eru:
• Innköllun þátttakenda
• Viðtöl og sýnatökur skv. nákvæmum verkferlum
• Meðferð, flokkun og skráning sýna
• Gagnaskráning
• Þátttaka í þróun verkferla

Starfið er allt í senn spennandi, fjölbreytt og krefjandi. Miklu skiptir að viðkomandi sé skipulagður, leikinn í mannlegum samskiptum og lausnamiðaður. Einnig að viðkomandi sé drífandi, reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarinnar og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan rannsóknarinnar geta krafist.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• BS próf í hjúkrunarfræði
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
• Reynsla af vinnu við vísindaverkefni er æskileg
• Reynsla af því að vinna í teymi
• Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
• Þekking á good clinical practice (GCP) er æskileg
• Framúrskarandi samskiptahæfni, nákvæmni og útsjónarsemi
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
• Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði

Til staðar er styrkur til þriggja ára og mun ráðning taka mið af því. Viðkomandi verður að geta hafið störf í september nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Yngvi Kristinsson, netfang [email protected].

Umsóknarferli:
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:
i. Ferilskrá
ii. Staðfest afrit af prófskírteinum
iii. Meðmælabréf
iv. Greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir: Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn