Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201807/1370Háskóli Íslands

Rannsóknarmaður í tengslum við rannsókn á líftæknilyfjum

Rannsóknamaður í tengslum við rannsókn á líftæknilyfjum - Lyfjafræðideild – Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands - Reykjavík

Laust er til umsóknar 50% starf rannsóknamanns til að starfa við rannsókn á líftæknilyfjum.

Leitað er eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í hálft starf við rannsóknir á próteini sem gæti verndað konur frá því að þróa með sér meðgöngueitrun.

Verkefnið snýst um að halda utan um rannsóknir og þróun á próteininu fylgjuprótein 13, sem er framleitt í syncytiotrophoblöstum í fylgju og seytt út í blóðrás móður. Rannsóknir sýna að próteinið gæti verndað konur frá því að þróa með sér meðgöngueitrun. Hlutverk verkefnastjórans verður m.a. að undirbúa verkefnið fyrir klínískar prófanir.

Starfsmaðurinn mun einnig tengjast öðrum rannsóknarhópum í Háskóla Íslands sem og erlendis. Verkefnið mun opna tækifæri til að leiða rannsóknir og þróun á nýju líftæknilyfi sem ætlað er að fyrirbyggja meðgöngueitrun. 

Sveinbjörn Gizurarson prófessor í Lyfjafræðideild er ábyrgðarmaður verkefnisins, sem unnið verður í Lyfjafræðideild Háskóla Íslands sem er til húsa í Haga við Hofsvallagötu 53.

Verkefnið hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði til þriggja ára og mun ráðning miðast við það.

Hæfnikröfur
Leitað er að framúrskarandi og áhugasömum einstaklingi með MS próf í lyfja-, lífeðlis-, ljósmóður-, hjúkrunar- eða læknisfræði, eða skyldum greinum.
Góð reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum, gerð rannsóknaráætlana, verkefnastjórnun og skilningur á rannsóknarniðurstöðum í líf- og læknisfræði er æskileg.
Góð þekking á lyfhrifafræði (pharmacology) og þróunarferli lyfja er æskileg.
Góð tölvufærni.
Góð enskukunnátta er nauðsynleg, bæði töluð og rituð.
Umsækjendur verða að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.

Vinsamlega hafið samband við Sveinbjörn Gizurarson ([email protected]) ef óskað er frekari upplýsinga. 

Umsóknarferli

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018. 


Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir hvernig hann/hún uppfyllir skilyrði umsóknarinnar. Áhuga viðkomandi fyrir verkefnu og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
Ferilskrá.
Staðfest afrit af prófskírteinum (BS og MS) og einkunnadreifing.
Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
Yfirlit yfir birtingar.
Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í október 2018, eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans  í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir: Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn