SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201807/1383Lánasjóður íslenskra námsmanna

Gjaldkeri

Gjaldkeri

Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða starfsmann í starf gjaldkera í innheimtudeild sjóðsins. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum en er um leið skipulagður og skilvirkur. Jákvæðni og samstarfsvilji eru mikilvægir eiginleikar.

Um 100% starf er að ræða. 

Starfssvið: 
Greiðsla reikninga
Móttaka greiðslna og skráning í innheimtukerfi
Umsjón með málum í milli- og löginnheimtu
Svörun fyrirspurna þ.á.m. um milli- og löginnheimtumál
Samskipti við greiðendur og innheimtuaðila

Menntun, hæfni og reynsla:
Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Starfsreynsla á sviði innheimtu nauðsynleg
Starfsreynsla á sviði bókhalds æskileg
Góð tölvukunnátta 
Góð íslenskukunnátta
Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst n.k.

Sækja skal um starfið á vef Capacent https://capacent.is/s/6905
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Umsjón með starfinu hafa Ásdís Hannesdóttir ([email protected]) og Jakobína H. Árnadóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SFR. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 
Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn