Önnur störfHöfuðborgarsvæðið201808/1490Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Ljósmyndari

Ljósmyndari á handritasviði

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir eftir ljósmyndara á handritasviði. Stofnunin rekur ljósmyndastofu sem sér um stafræna ljósmyndun handrita til birtingar á handrit.is og aðra sérhæfða ljósmyndun og kvikmyndun. Ljósmyndari vinnur í nánu samstarfi við forvörð stofnunarinnar og aðra starfsmenn handritasviðs.
 
Helstu verkefni og ábyrgð:
Stafræn ljósmyndun handrita
Eftirvinnsla á myndum í Lightroom og Photoshop
Afgreiðsla myndapantana
Gerð stuttra kynningarmyndbanda
Skönnun á filmum og skráning
Aðrar myndatökur á vegum stofnunarinnar
 
Hæfniskröfur:
Sveinspróf í ljósmyndun eða sambærileg menntun frá viðurkenndri menntastofnun. 
Víðtæk reynsla í ljós- og kvikmyndun (myndböndum), góð kunnátta í ljósmyndaforritum og vandvirkni í frágangi.
Góð íslensku- og enskukunnátta. Dönskukunnátta er kostur.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Æskilegt er að umsækjendur hafi áhuga á safnastarfi og safnkosti Árnastofnunar.

Um er að ræða fullt starf frá 1. nóvember 2018. 

Umsóknir skulu berast til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á rafrænu formi á netfangið [email protected] eigi síðar en 7. september 2018. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Laun eru skv. kjarasamningum SFR og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.

Við ráðningar í störf hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðunni, www.arnastofnun.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðvarður Már Gunnlaugsson, stofustjóri handritasviðs, sími 5254024, netfang: [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn