SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201808/1485Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórnarráðsfulltrúi

Stjórnarráðsfulltrúi

Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er laust til umsóknar starf stjórnarráðsfulltrúa. Stjórnarráðsfulltrúi sinnir fjölbreyttum verkefnum í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð og lipurð í samskiptum.

Helstu verkefni 
Móttaka gesta, ritun bréfa og skjalavarsla.
Aðstoða skrifstofustjóra og aðra starfsmenn við afgreiðslu mála, upplýsingaöflun, úrvinnslu gagna, svörun fyrirspurna og skipulagningu og undirbúning funda.
Aðstoð við bókahald.
Önnur tilfallandi verkefni.

Kröfur til umsækjenda:
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af almennum skrifstofustörfum.
Reynsla af færslu bókhalds kostur.
Mjög gott vald á íslensku og ensku er nauðsynleg.
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg, reynsla af notkun GoPro og/eða Oracle er kostur 
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfileika og getu til að vinna hratt og vel undir álagi.
Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.

Um fullt starf er að ræða. Laun taka mið af kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála¬ráðherra eða Félagi starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Gísladóttir skrifstofustjóri ([email protected]).

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018 og skal umsóknum skilað á netfang atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, [email protected]. Umsókn skal fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.

Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn