Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201808/1494Háskóli Íslands

Aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði


Aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði  - Háskóli Íslands, Menntavísindasvið – Reykjavík

Laust er til umsóknar fullt starf  aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Í starfinu felst kennsla, rannsóknir og þátttaka í áframhaldandi mótun náms í tómstunda- og félagsmálafræði.  

Meginhlutverk viðkomandi eru: 
Kennsla á grunnstigi og leiðsögn með BA nemum.
Þátttaka í rannsóknum á sviði tómstunda- og félagsmálafræða.
Að vera leiðandi og skapandi á sviði rannsókna sem tengjast fræðilegum grunni tómstundastarfs og hagnýtingu slíkrar þekkingar. 
Að byggja upp samstarf við starfsvettvang, s.s. fagfólk og leiðandi aðila sem starfa á sviði tómstunda- og æskulýðsstarfs, félagsmiðstöðva, frístundaheimila, félagsstarfi aldraðra og skyldri starfsemi.

Menntunar- og hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi á vettvangi mennta- og/eða félagsvísinda sem nýtist í starfinu.
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi haldgóða þekkingu og reynslu af störfum á vettvangi tómstunda- og/eða æskulýðsstarfs. Sérstaklega er leitað eftir fólki með menntun, reynslu og sérþekkingu  á einu eða fleirum af eftirfarandi sviðum: fagþróun og fagmennsku á vettvangi tómstunda, hlutverk og gildi frístundaheimila og félagsmiðstöðva, samstarfi í skóla- og frístundastarfi, lýðræðislegum starfsháttum með börnum og ungmennum, stjórnun og stefnumótun innan tómstundastarfs.

Mikil áhersla er á að sá sem starfið hlýtur hafi góða færni í kennslu og rannsóknum og hafi framtíðarsýn um hlutverk sitt á sviðinu. Þá er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best að þörfum og aðstæðum námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði og sviðsins alls. 

Ráðið verður í starfið til tveggja ára. Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti hafið störf í september nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.   

Umsóknir: 
Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf

Umsóknum þarf að fylgja 1) greinargóð skýrsla um kennslureynslu umsækjanda og sýn hans á kennslu og kennsluþróun, 2) yfirlit yfir rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá) og fyrirhugaðar rannsóknir, svo og 3) yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae). Ennfremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á.

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ársæll Már Arnarsson, prófessor, netfang: [email protected] 

Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands. Háskólinn veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. 

Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknartengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga, og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á rannsóknir og þróunarstarf sem unnið er í samstarfi við starfsvettvang. 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn