HeilbrigðisþjónustaSuðurland201808/1515Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hjúkrunardeildarstjóri

Deildarstjóri - hjúkrunardeildirnar Ljósheimar / Fossheimar HSU Selfossi

Leitum að kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla sameinaðar hjúkrunardeildir HSU, Ljósheima og Fossheima á Selfossi. 

Á deildunum eru 42 einbýli, þar af eru 8 ætluð einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma. 

Unnið er eftir hugmyndafræði Eden stefnunnar, sjá nánar á heimasíðu okkar www.hsu.is

Markmið deildarinnar er að hafa alla starfsemi með heimilislegum blæ þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar í fyrirrúmi og að hver og einn fái að njóta sín á eigin forsendum. 

Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingnum og fjölskyldu hans er höfð að leiðarljósi.

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 15. september eða eftir nánara samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. 

Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfseminnar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur.
Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunar.
Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunar.

Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Farsæl stjórnunarreynsla
Framúrskarandi samskiptahæfni
Leiðtogahæfni
Frumkvæði og metnaður í starfi
Framhaldsnám í hjúkrun/stjórnun æskilegt

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á www.hsu.is undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um nám og fyrri störf ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. 

Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. 

Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.08.2018

Nánari upplýsingar veitir
Anna María Snorradóttir - [email protected] - 432-2007

HSU Hjúkrun 2 hæð Ljósheimar
Árvegi
800 Selfoss


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn