TæknistörfHöfuðborgarsvæðið201808/1497Samgöngustofa

Vefstjóri


Vefstjóri

Samgöngustofa leitar að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á vef- og samskiptamálum. Helstu verkefni snúast um daglega umsjón, efnisinnsetningu og uppfærslur á ytri og innri vef Samgöngustofu, söfnun og miðlun upplýsinga og áframhaldandi þróun vefsvæða. Að auki mun viðkomandi vera staðgengill samskiptastjóra. Starfshlutfall er 100%. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Reynsla af vefstjórnun æskileg.
Áhugi á vefmálum nauðsynlegur.
Reynsla og hæfni í textagerð ásamt afbragðsgóðri íslensku- og enskukunnáttu.
Kunnátta í nýtingu samfélagsmiðla.
Hæfni til að miðla af lipurð margvíslegum upplýsingum.
Frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
Leitað er að ábyrgum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem getur unnið jafnt sjálfstætt og með öðru fólki.

Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga. 

Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 2018.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf.

Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri í síma 480 6000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Samgöngustofu hlakka um 150 öflugir starfsmenn til þess að þú bætist í hópinn. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku, auk þess sem mötuneytið er frægt fyrir frábæran mat. Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála sem annast eftirlit með flugi, siglingum og umferð. Á hverjum degi erum við að læra hvert af öðru og sinna viðskiptavinum af kostgæfni með það að markmiði að verða betri og betri. Unnið er af fagmennsku við að efla öryggi í samgöngum. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is


Samgöngustofa
www.samgongustofa.is 
Ármúli 2 – 108 Reykjavík
Sími: 480-6000

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn