SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201808/1524Listasafn Íslands

Verkefnastjóri sýninga

Listasafn Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra sýninga

Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík; í aðalbyggingu safnsins að Fríkirkjuvegi, við Bergstaðastræti og á Laugarnestanga. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum. Um fullt stöðugildi er að ræða. 

Helstu verkefni:
Verkefnastjóri sýninga hefur almenna umsjón með sýningum og ber ábyrgð á mikilvægum verkþáttum í sýningastarfi safnsins.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, útsjónarsemi, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og verkstjórn. Verkefnastjóri sýninga vinnur náið með safnstjóra safnsins sem leggur fram listræna sýn, ásamt starfsfólki sínu. Starfið snertir ólíka starfsemi safnsins og allar starfsstöðvar þess. Umsækjandi verður að búa að góðri þekkingu á íslenskri og alþjóðlegri listasögu og samtímamyndlist og hafa færni til að rita texta um myndlist.

Menntunar- og hæfniskröfur:
BA-gráða í listfræði er skilyrði
Framhaldsmenntun í listfræði eða önnur háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi, er æskileg
Reynsla af verkefnastjórnun og tíma- og kostnaðaráætlunargerð er nauðsynleg
Frjó og skapandi hugsun
Sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum á sama tíma

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Listasafn Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjámálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. 

Harpa Þórsdóttir safnstjóri veitir nánari upplýsingar, [email protected]

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið: [email protected]

Umsóknarfrestur er til þriðjudags 28. ágúst 2018.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn