Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201809/1718Háskóli Íslands

Verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknarverkefna

Verkefnastjóri alþjóðlegra rannsóknarverkefna - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands - Reykjavík

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra varðandi meðferð og rekstur alþjóðlegra rannsóknarverkefna á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og er hlutverk verkefnastjórans að hafa umsjón með rannsóknaverkefnum sem styrkt eru af rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins og fylgjast með að ráðstöfun og uppgjör styrkja sé samkvæmt reglum frá ESB.

Um er að ræða nýtt, fjölþætt starf sem krefst mikillar skipulags- og samstarfshæfni.

Helstu verkefni:
Uppgjör rannsóknastyrkja frá Evrópusambandinu
Yfirsýn yfir rekstrarstöðu rannsóknaverkefna (tímaskýrslur, samanburður á raunkostnaði og áætlun, o.fl.)
Aðkoma að fjárhagsáætlun umsókna um rannsóknastyrki
Skjölun gagna í tengslum við rannsóknaverkefni
Kynna sér og hafa yfirsýn yfir gildandi reglur  Evrópusambandsins á hverjum tíma, í tengslum við rannsóknastyrki
Ýmis önnur verkefni tengd fjármálum rannsóknaverkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistarapróf í verkefnastjórnun, heilbrigðisvísindum eða öðrum greinum sem nýtast í starfinu
Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti 
Mjög góð færni í Excel 
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Afbragðs samstarfshæfni, nákvæmni, útsjónarsemi og jákvæðni
Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
Þekking á styrkjakerfi rannsókna og nýsköpunar og helstu alþjóðlegu rannsóknasjóðum (H2020, Nordforsk, NIH o.s.frv.) er kostur
Reynsla af starfi við umsóknir og utanumhald alþjóðlegra verkefna er kostur

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16. Hann vinnur undir stjórn sviðsforseta, en vinnur náið með rannsóknastjóra sviðsins, Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands og verkefnastofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Félagsvísindasviðs. Einnig er náið samstarf við rannsakendur og akademíska starfsmenn fræðasviðsins. Starfið felur jafnframt í sér samskipti við þátttakendur og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum, við aðra starfsmenn stoðþjónustu Heilbrigðisvísindasviðs og starfsmenn í miðlægri stjórnsýslu Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt nánari samkomulagi.

UMSÓKNARFERLI
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Nánari upplýsingar um starfið veitir Úlfar Kristinn Gíslason, verkefnastjóri hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði ([email protected] / s. 525-4926) eða Þórana Elín Dietz, mannauðsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs ([email protected] / s. 525-5946).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Skrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs er staðsett í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16. Þar er m.a. veitt stoðþjónusta vegna kennslu, rannsókna, mannauðs, markaðs- og fjármála. 

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu- og rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn