Kennsla og rannsóknirHöfuðborgarsvæðið201810/1820Háskóli Íslands

Nýdoktor til rannsókna á sviði lyfjafaraldsfræði

Nýdoktor til rannsókna á sviði lyfjafaraldsfræði – Miðstöð í lýðheilsuvísindum - Læknadeild - Háskóli Íslands - Reykjavík

Leitað er eftir hæfileikaríkum og áhugasömum nýdoktor í starf við rannsóknir í alþjóðlegri samvinnu á sviði lyfjafaraldsfræði.

Ábyrgðarmaður rannsókna er Helga Zoega, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Rannsóknirnar beinast fyrst og fremst að lyfjameðferð á meðgöngu og áhrifum á fæðingarútkomur, náms- og taugaþroska barna. Rannsóknirnar eru unnar í víðtæku samstarfi við rannsakendur á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Ætlast er til að nýdoktorinn taki þátt í öflun leyfa fyrir rannsóknum, gagnaöflun og leiði úrvinnslu og greiningu gagna. Starfið felur í sér meðhöndlun og hreinsun stórra gagnasafna, sem og skrif handrita til birtingar í vísindatímaritum og kynningu niðurstaðna á innlendum og erlendum ráðstefnum. Nýdoktorinn mun jafnframt taka þátt í að leiðbeina meistara- og doktorsnemum og skrifum á styrkumsóknum. Vinnan fer fram í þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarumhverfi. Starfinu fylgja ferðalög og helst nokkurra mánaða dvöl á einni samstarfsstofnun.

Hæfniskröfur:
Við leitum eftir umsækjendum með doktorsgráðu (Ph.D.) á sviði lyfjafaraldsfræði, með viðeigandi birtingarsögu (einnig greinar sem fyrsti höfundur). Umsækjandi þarf að hafa mjög sterkan grunn í faraldsfræði, líftölfræði og lýðheilsuvísindum og a.m.k. nokkurra ára reynslu af meðhöndlun og úrvinnslu gagna úr stórum gagnasöfnum. Góð þekking á úrvinnlsu gagna úr lýðgrunduðum heilbrigðisskrám Norðurlöndunum er skilyrði. 

Umsækjandi þarf jafnframt að hafa reynslu af alþjóðlegri rannsóknarsamvinnu á sviði lyfjafaraldsfræði og af því að vinna úr gögnum frá mismunandi löndum. Sjálfstæð og heiðarleg vinnubrögð eru skilyrði. Umsækjendur verða að hafa framúrskarandi samskiptahæfileika á íslensku og ensku, bæði hvað varðar talað mál og akademísk skrif.

Umsóknir: 
Vinsamlega sækið um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Umsækjendur skulu senda ferilskrá sína, auk bréfs sem tilgreinir rannsóknarreynslu þeirra, lista yfir birtingar, markmið í starfi, auk nafna, síma og netfanga tveggja akademískra meðmælenda.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Staðan er styrkt í 18 mánuði af NordForsk og eru laun greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi. 

Vinsamlega hafið samband við Dóru R. Ólafsdóttur ([email protected]) eða Helgu Zoega ([email protected]) ef óskað er frekari upplýsinga.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn