SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201810/1838Veðurstofa Íslands

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs - Veðurstofa Íslands
 
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.
Framkvæmdastjóri sinnir daglegri stjórnun upplýsingatæknisviðs. Þar má meðal annars telja:

Ábyrgð á stefnumótun og markmiðasetningu sviðsins
Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu stofnunarinnar og framfylgd hennar
Ábyrgð á rekstri sviðsins, s.s. skipulagi, mannauðsmálum og áætlanagerð
Ábyrgð á samskiptum við önnur svið og stofnanir er varða upplýsingatæknimál
Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu á sviði upplýsingatækni

Framkvæmdastjóri situr einnig í framkvæmdaráði Veðurstofunnar sem tekur stefnumótandi ákvarðanir fyrir stofnunina.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu
Farsæl reynsla og yfirgripsmikil þekking á stjórnun
Farsæl reynsla við lausn upplýsingatækniverkefna
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Hæfni til að miðla upplýsingum
Gott vald á íslensku og ensku, bæði munnlegri og skriflegri.
 
Hlutverk og meginverkefni
„Framsækni og áreiðanleiki“ eru tvö af gildum Veðurstofu Íslands og endurspeglast þau í víðtæku starfsumhverfi upplýsingatæknisviðs. Sviðið sér um rekstur upplýsingakerfa, notendaþjónustu, kerfisþróun, DevOps og leggur til sérfræðiþekkingu og ráðgjöf á vettvangi upplýsingatækni.

Starfsmenn sviðsins eru að jafnaði um 15 talsins og sinna fjölbreyttu starfi. Vegna sérstöðu og víðtæks hlutverks Veðurstofunnar við eftirlit með náttúrunni er áhersla lögð á fjölhæfa og mikla getu í kerfisþróun og sérhæfðum kerfisrekstri. Einnig er þörf á víðtækri þekkingu í nýsköpun og getu til samvinnu við önnur svið stofnunarinnar, sem og aðrar innlendar og erlendar stofnanir. Náttúruvárhlutverk Veðurstofunnar krefst jafnframt hás uppitíma kerfa, stöðugs reksturs og yfirgripsmikillar þekkingar á þeim (knowledgeable buyer kerfa), sem og liprar og aðlögunarhæfrar þjónustu. Sviðið skiptist því annars vegar í kerfisrekstur og þjónustu sem veitt er í 24/7 umhverfi og hins vegar hreina kerfisþróun og DevOps. Þörfinni um lipurð og aðlögunarhæfni er mætt með Agile verklagi og þörfinni á stöðugleika með gæðavottun ISO 27001 og ISO 9001.
 
Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla aðbættu öryggi almennings, eigna og innviðagagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Starfsemin fer nú fram á fjórum sviðum, en þau verða fimm með tilkomu sérstaks upplýsingatæknisviðs: Athugana- og tæknisvið, eftirlits- og spásvið, fjármála- og rekstrarsvið, úrvinnslu- og rannsóknasviðog upplýsingatæknisvið.

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vedur.is

Laun taka mið af kjarasamningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veita:
Inga S. Arnardóttir, [email protected]
Gyða Kristjánsdóttir, [email protected], hjá Hagvangi.

Umsóknarfrestur til og með 22. október 2018

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is 


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn