SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201810/1805Landspítali

Rekstrarstjóri í matsölum

Rekstrarstjóri í matsölum Landspítala 

Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf rekstrarstjóra í matsölum Landspítala. Starfshlutfall er 100% og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri eldhús og matsala. 

Matsalir Landspítala eru staðsettir á 9 stöðum og þjónustar einingin alla starfsmenn spítalans á degi hverjum. Hjá matsölum Landspítala starfa um 30 manns af 11 þjóðernum. Rekstrarstjóri matsala sinnir daglegum rekstri allra matsala spítalans og ber ábyrgð á þróun þjónustu og framboðs til starfsmanna.

Við leitum að faglegum og ábyrgum einstakling sem hefur reynslu af stjórnun í rekstri á matvælasviði. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund, samskiptahæfni og drifkrafti til að byggja upp framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Skipuleggur, stjórnar og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri í samræmi við stefnu og starfsáætlun
» Stöðugar umbætur og framþróun þjónustu
» Ábyrgð á að sett markmið náist um góða þjónustu og ábyrgan rekstur 
» Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi

Hæfnikröfur
» Menntun á matvælasviði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
» Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri á matvælasviði
» Leiðtogahæfni, drifkraftur og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
» Fagleg vinnubrögð og skipulagshæfni
» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.10.2018

Nánari upplýsingar veitir
Viktor Ellertsson - [email protected] - 543 1517
Eygló Hlín Stefnánsdóttir - [email protected] - 543 1617

LSH Matsalur H
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn