HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201810/1839Kvennaskólinn í Reykjavík

Sálfræðingur

Sálfræðingur

Kvennaskólinn í Reykjavík leitar að sálfræðingi í 20% starf.

Starf sálfræðings við skólann mun felast í einstaklingsviðtölum, þar sem áhersla verður lögð á ráðgjöf, fræðslu og stuðning við nemendur. Tilgangur þjónustunnar er að stuðla að almennri velferð nemenda og aðstoða þá við að sækja þau úrræði sem viðkomandi kann að þurfa á að halda hjá viðeigandi meðferðaraðilum.

Hæfnikröfur
Löggilding til að starfa sem sálfræðingur
Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði 
Reynsla af einstaklings- og hópmeðferðarvinnu 
Reynsla af að vinna með unglingum æskileg
Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu.


Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2019. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá, prófskírteinum og sakavottorði berist Kvennaskólanum í rafrænu formi í netfangið [email protected]. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 29. október 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM og fjármálaráðuneytis. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður, auk aðstoðarskólameistara, í síma 5807600 á skrifstofutíma (netföng: [email protected] og [email protected]). Sjá einnig www.kvenno.is

Skólameistari

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn