SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201810/1857Ferðamálastofa

Hagfræðingur


Hagfræðingur Ferðamálastofu

Rannsóknasvið Ferðamálastofu óskar eftir að ráða öflugan einstakling í greiningu og miðlun hagstærða sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá Ferðamálastofu. Starfshlutfall er 100% og mun viðkomandi hafa starfsaðstöðu á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.

Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á ferðamálum, getu til að meta rekstur og umhverfi ferðaþjónustu og gildi rannsóknaniðurstaðna í því sambandi. Viðkomandi einstaklingur þarf að eiga auðvelt með að koma þeim upplýsingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt, bæði í rituðu og mæltu máli.

Starfs- og ábyrgðarsvið:
Greining á fyrirliggjandi talnaefni, rannsóknaniðurstöðum og úrvinnslu gagna sem tengjast ferðamálum á Íslandi 
Greining á gögnum um erlenda markaði
Spá um þróun út fyrir fyrirliggjandi gögnum
Miðlun þekkingar og upplýsinga
Þátttaka í þróun rannsóknasviðs

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun í hagfræði eða viðskiptafræði með sérhæfingu í hagfræði
Greiningarhæfni og næmni fyrir gildi rannsóknaniðurstaðna
Gott vald á íslensku og ensku, einkum á rituðu máli
Reynsla af rannsóknastörfum, textaskrifum og upplýsingamiðlun
Frumkvæði og skipuleg vinnubrögð
Hæfni í samskiptum og þverfaglegri samvinnu

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg ([email protected]) og  Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 29. október 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Ferðamálastofa stuðlar að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi. Auk þess vinnur Ferðamálastofa að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda. 

Eitt af hlutverkum Ferðamálastofu er að vinna að  gagnaöflun og rannsóknum  í ferðaþjónustu á Íslandi.  Verkefni í þessum flokki varða bæði talnagögn og landfræðilegar upplýsingar, sem auka þekkingu um ferðamenn og atvinnugreinina, bæta gæði, auka arðsemi, huga að þolmörkum og styrkja innviði greinarinnar. Þannig stuðlar Ferðamálastofa að því að niðurstöður séu nýttar við ákvarðanatöku í greininni, með skýrri framsetningu niðurstaðna og markvissri upplýsingagjöf.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á www.ferdamalastofa.is

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn