Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201810/1959Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Skjalastjóri

Skjalastjóri
 
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn leitar að öflugum og metnaðarfullum skjalastjóra.
Skjalastjóri heyrir undir rekstrar- og upplýsingatæknisvið safnsins en sviðið er stoðsvið fagsviða safnsins. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð og umsjón með mótun skjalastefnu og verklags við skjalastjórn
- Gerð skjalavistunar- og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni
- Umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu
- Umsjón með rafrænum skilum
- Umsjón með gæðahandbók safnsins
- Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
- Umsjón með ársskýrslu, önnur verkefni á skrifstofu landsbókavarðar

Hæfnikröfur
- Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærileg menntun sem nýtist i starfi.
- Þekking og reynsla af skjalastjórnun og upplýsingakerfum s.s. GoPro Foris nauðsynleg
- Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta
- Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins.
Nánari upplýsingar veitir Edda G. Björgvinsdóttir, sviðsstjóri rekstrar-og upplýsingatæknisviðs.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. 

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn | Þjóðarbókhlöðunni | s. 525-5600 | www.landsbokasafn.is | Þekkingarveita í allra þágu

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 19.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Edda Guðrún Björgvinsdóttir - [email protected] - 525-5698

LBS skrifstofa landsbókavarðar
Arngrímsgata 3
107 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira