Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201811/1987Listasafn Íslands

Umsjón með safnbúð

 

Hefur þú áhuga á safnbúðarrekstri í skapandi umhverfi?

Listasafn Íslands leitar að árangursdrifnum og skapandi einstaklingi til að hafa daglega umsjón með safnbúðum safnsins og taka þátt í ýmsum viðburðum sem safnið stendur að. 
Viðkomandi vinnur náið með markaðs- og þjónustustjóra og tekur virkan þátt í þróun hugmynda og ákvörðunum um endanlegt vöruúrval, sem endurspeglar safnkost Listasafns Íslands, hlutverk og gildi.

Helstu verkefni:
Daglegur rekstur safnbúða Listasafns Íslands
Pantanir og móttaka á vörum og umsjón með söluvarningi
Framsetning vöru og umsjón með sölusvæðum
Afgreiðsla og uppgjör
Umsjón með vefverslun
Dreifing á eigin framleiðslu til endursöluaðila
Þátttaka í mönnun safnbúða og verkstjórn afleysingarfólks
Þátttaka í ákvörðunum um samsetningu vöruframboðs 
Þátttaka í mótun hugmynda um sérframleiðslu vara og minjagripa. 

Hæfniskröfur:
Reynsla af verslunarrekstri/verslunarstjórn 
Góð tölvukunnátta, þekking á birgðabókhaldi, talnalæsi
Góð tungumálakunnátta
Sjálfstæður, jákvæður, traustur og hugmyndaríkur starfskraftur
Lipur og örugg framkoma, snyrtimennska 
Rík samskiptahæfni og þjónustulund
Áhugi á listum og menningu er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingi Thor Jónsson markaðs- og þjónustustjóri í síma 5159611/6219611 ([email protected]) og Anna G. Ásgeirsdóttir fjármála- og mannauðsstjóri í síma 5159615 ([email protected]).

m fullt starf er að ræða og fer vinnutími að nokkru eftir árstíðabundnum opnunartíma safnsins.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra.  

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf.

Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið [email protected]

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira