Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfSuðurnes201811/1998Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Yfirlögregluþjónn í rannsóknar- og almennri deild

Yfirlögregluþjónn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða yfirlögregluþjóns í rannsóknar- og almennri deild. Skipað verður í stöðuna til 5 ára, frá og með 1. janúar 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð
Kveðið er á um réttindi og skyldur lögreglumanna í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Almennar upplýsingar um verksvið og ábyrgð yfirlögregluþjóna má finna í 5. gr. reglugerðar um starfstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006. Þar segir meðal annars að yfirlögregluþjónar sjái um daglega stjórn lögregluliðs í umboði lögreglustjóra, taki þátt í áætlanagerð, skipulagningu og markmiðssetningu embættisins og hafi eftirlit með því að fjárhagslegur rekstur lögregluliðs, deilda eða eininga sé innan fjárheimilda. Hann hefur jafnframt eftirlit með því að vinna lögreglumanna uppfylli kröfur um fagleg vinnubrögð sem og eftirlit með að reglum og fyrirmælum sé fylgt varðandi stjórn og ábyrgð á tilteknum verkefnum sem honum eru falin og krefjast sérstakrar þekkingar, þjálfunar eða menntunar, þar með talin rannsókn mála og aðstoð við saksókn.

Sérstök verkefni yfirlögregluþjóns í almennri- og rannsóknardeild snúa m.a. að leiða öfluga rannsóknardeild ásamt traustri almennu deild embættisins. Yfirlögregluþjónn hefur yfirsýn yfir starfsemi beggja þessara eininga sem krefst þekkingar og stjórnunarreynslu í almennri deild sem og stjórn rannsókna.

Yfirlögregluþjónn situr í yfirstjórn embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. 
Umsækjandi skal hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár frá því að hann lauk tilskyldu námi. Þá er gerð er krafa um að umsækjandi hafi hið minnsta 5 ára farsæla stjórnunarreynslu úr starfi innan lögreglunnar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið vettvangsstjóranámi og þekkja útgefnar verklagsreglur og leiðbeiningar.
Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins, Endurmenntun HÍ eða sambærilegu stjórnunarnámi. Önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er nauðsynleg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæm og traust vinnubrögð, jákvæðni, stundvísi og leiðtogahæfni eru mikilvægir eiginleikar. 
Starfs- og stjórnunarreynsla úr almennri löggæslu og reynsla af stjórnun rannsókna er mikilvæg.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Eftirfarandi upplýsingum er beint til umsækjenda. Samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Sækja skal um stöðurnar með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar og það er kostur að ferilskrá fylgi umsókn.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Helgi Kjartansson - [email protected] - 4442200

LTSN Lögr. Almenn deild
Hringbraut 130
230 Keflavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira