Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201812/2175Tryggingastofnun

Sérfræðingur á skrifstofu forstjóra

Sérfræðingur á skrifstofu forstjóra
 
Tryggingastofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu forstjóra. Um nýtt starf er að ræða en í því felst aðallega í samskipti við hagsmunaaðila, upplýsingagjöf, túlkun talnagagna og vinna við stefnumótandi verkefni.

Helstu verkefni á skrifstofu forstjóra eru: 
- Stefnumótun, áætlanagerð og nýsköpun 
- Mannauðsmál, gæðamál, persónuvernd, skjalastjórnun, verkefnastofa. 

Leitað er að jákvæðum, lausnarmiðuðum og skipulögðum einstaklingi sem er reiðubúin/nn að takast á við krefjandi verkefni.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Stefnumótun með stjórn, forstjóra og öðrum stjórnendum stofnunarinnar
- Samskiptum og samstarfi við hagsmunahópa 
- Áætlanagerð
- Upplýsingagjöf til ytri aðila
- Fræðslu um starfsemi stofnunarinnar
- Önnur tilfallandi verkefni á verksviði skrifstofu forstjóra

Hæfnikröfur
- Háskólapróf í félagsvísindum, opinberri stjórnsýslu eða sambærilegt nám
- Reynsla af starfsemi og rekstri opinberra stofnana
- Þekking á starfssviði Tryggingastofnunar eða sambærilegrar stofnunar
- Reynsla af félagastarfi eða sambærilegt æskileg
- Áhugi á samfélagsmálum nauðsynlegur
- Greiningarhæfni 
- Góð kunnátta og færni í íslensku, ensku og norrænu tungumáli

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra félagsvísindamanna hafa gert.
Boðið verður upp á góða og nútímalega vinnuaðstöðu þegar stofnunin flytur í byrjun árs í ný húsakynni að Hlíðarsmára í Kópavogi.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Val á umsækjendum grundvallast á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarkerfi Íslands og rekur með öflugri upplýsingakerfum landsins. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni. Hjá Tryggingastofnun starfa rúmlega 100 starfsmenn. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. 

Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má finna á www.tr.is

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri í síma 560 4400

Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira