Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðiðStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Verkefnisstjóri á alþjóðasviði

Verkefnisstjóri á alþjóðasviði

Auglýst er til umsóknar starf verkefnisstjóra á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. apríl 2019. 

Á alþjóðasviði er lögð áhersla á að kynna íslenska menningu og tungu og rækta tengsl við náms- og fræðimenn á vettvangi íslenskra fræða hvarvetna í heiminum. Þar er umsjón með kennslu í íslensku og þjónustu við háskólakennara í íslensku við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda. Stofnunin á aðild að norrænni samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Á alþjóðasviði er einnig haldið utan um alþjóðlegt samstarf á stofnuninni. Samstarf er við hugvísindasvið Háskóla Íslands um námskeið í íslensku og íslenskum fræðum og um rannsóknir á íslensku sem öðru og erlendu máli. Sviðið annast styrki Snorra Sturlusonar sem eru veittir árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum. Sviðið annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.

Í starfinu felst eftirfarandi: að sinna daglegum þjónustuverkefnum og samstarfi við aðrar stofnanir innanlands og utan; að hafa umsjón með sumarnámskeiðum í íslensku; að hafa umsjón með íslenskukennslu við erlenda háskóla; að veita styrki til fræðimanna og erlendra nemenda; taka þátt í miðlunarverkefnum, t.d. utanumhaldi upplýsinga um sviðið á vef Árnastofnunar; að skipuleggja og undirbúa flutning í nýtt húsnæði. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa meistarapróf í íslensku eða annað sambærilegt háskólapróf. Áhugi á að kenna útlendingum íslensku nauðsynlegur og reynsla af kennslu íslensku sem annars máls æskileg.

Aðrar hæfniskröfur: 
góð tölvukunnátta er nauðsynleg
framúrskarandi íslenskukunnátta (bæði í ræðu og riti) 
góð þekking á einu öðru Norðurlandamáli og ensku er nauðsynleg
kunnátta í öðrum tungumálum æskileg 
nákvæmni, agi og frumkvæði í vinnubrögðum 
rík skipulagshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, svo og nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Félags háskólakennara.
Umsóknafrestur er til 23. janúar 2019 og skal umsóknum skilað á rafrænu formi á netfangið [email protected]  eða til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á starfatorg.is og hjá Úlfari Bragasyni, [email protected] 
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira