Hoppa yfir valmynd
SkrifstofustörfHöfuðborgarsvæðið201901/66Utanríkisráðuneytið

Leyfafulltrúi

Leyfafulltrúi
 
Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða leyfafulltrúa til starfa við áritanadeild. Ísland er aðili að Schengen samstarfinu sem er landamærasamstarf 26 Evrópuríkja og er hlutverk deildarinnar að afgreiða umsóknir um Schengen áritanir til Íslands. Í boði er áhugavert starf í krefjandi starfsumhverfi ráðuneytisins þar sem reynir á öguð vinnubrögð, góða aðlögunarhæfni, sjálfstæði og lipurð í samskiptum. Ekki er um flutningsskylda stöðu að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
Rafræn afgreiðsla umsókna um Schengen áritanir
Yfirferð og mat á áreiðanleika umsóknargagna
Ákvarðanataka um veitingu áritana byggð á Schengen reglugerð um áritanir (Visa code)
Samskipti við helstu hagsmunaaðila utanríkisráðuneytisins, bæði innanlands og erlendis
Samskipti við umsækjendur og aðila þeim tengdum
Skipulag og utanumhald um rafræn samskipti deildarinnar við alla málsaðila

Hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf.
Reynsla af almennum skrifstofustörfum, reynsla af slíkum störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur. 
Mjög gott vald á íslensku. 
Mjög góð kunnátta í ensku í töluðu og rituðu máli er skilyrði. Önnur tungumálakunnátta er kostur. 
Mjög gott tölvulæsi.
Þjónustulund, frumkvæði, góð framkoma og aðlögunarhæfni.
Greiningarhæfni og færni til að vinna sjálfstætt.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Jón Einar Sverrisson - [email protected] - 5459900
Anna Ósk Kolbeinsdóttir - [email protected] - 5459900

Utanríkisráðuneytið (03101)
Rauðarárstígur 25
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira