Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201901/32Landspítali

Sjúkraliði - bráðaöldrunarlækningadeild

Sjúkraliði óskast á bráðaöldrunarlækningadeild B4 Fossvogi

Við leitum eftir jákvæðum og lífsglöðum sjúkraliða sem hefur áhuga á að hjúkra öldruðum. Á bráðaöldrunarlækningadeild fer fram greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Deildin er bráðadeild með 22 rúm og þar starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk á deild.

Vinnutími og starfshlutfall er eftir samkomulagi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Áhugasamir hafi samband við Ragnheiði Guðmundsdóttur, deildarstjóra. Það er velkomið að kíkja í heimsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Umönnun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Íslenskukunnátta
» Áhugi á hjúkrun aldraðra
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 2 stöðugildi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ragnheiður Guðmundsdóttir - [email protected] - 543 9400
Bára Benediktsdóttir - [email protected] - 824 5909

LSH Bráðaöldrunarlækningadeild
Fossvogi
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira