Deildarlæknar - Barnaspítali Hringsins
Barnaspítali Hringsins auglýsir lausar til umsóknar stöður deildarlækna. Ráðið er í stöðurnar til allt að tveggja ára frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og er unnið í dagvinnu og á staðarvöktum. Deildarlæknar starfa á öllum deildum Barnaspítala Hringsins.
Þjálfun deildarlækna í barnalækningum grundvallast á marklýsingu sem samþykkt hefur verið af mats- og hæfnisnefnd Velferðarráðuneytisins skv. reglugerð nr. 467/2015 og byggist einkum á marklýsingu European Academy of Pediatrics.
Námið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám í barnalækningum.
Á Barnaspítalanum er veitt fjölbreytt þjónusta sem krefst mikillar sérþekkingar og samvinnu fagfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Þjálfun í barnalækningum með þátttöku í klínísku starfi
» Kennsla og handleiðsla kandídata, læknanema og annarra heilbrigðisfagstétta
» Þátttaka í vísindavinnu, gæðaverkefnum og/eða gerð klínískra leiðbeininga
Hæfnikröfur
» Hafa lokið kandídatsári og hafa almennt lækningaleyfi
» Áhugi á að starfa við barnalækningar
» Áhugi á þátttöku í kennslu og vísindastarfi
» Jákvæðni, góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð
» Faglegur metnaður og samviskusemi
» Að vera tilbúinn til að takast á við áskoranir af ýmsum toga er tengjast starfinu
» Að vera reiðubúinn til sjálfnáms og símenntunar samhliða starfinu, sem felur í sér upplýsingaleit m.a. í gagnrýndum ritum og að setja fram rökstuddar hugmyndir í tengslum við meðferð sjúklinga, kennslu eða vísindavinnu.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk upplýsinga um ástæður umsóknar (Letter of motivation).
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Sjá heimasíðu Barnaspítala Hringsins
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019
Nánari upplýsingar veitir
Þórður Þórkelsson - [email protected] - 543 3304
Landspítali
Deildarlæknar BH
Hringbraut
101 Reykjavík
Sækja um starf
Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði