Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfSuðurland201901/257Vatnajökulsþjóðgarður

Fræðslufulltrúi

Laust er til umsóknar starf fræðslufulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs. Um er að ræða nýtt starf til að fylgja eftir fræðsluáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og uppbyggingarstarfi við miðlun upplýsinga.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra en því skal sinna frá einhverri af meginstarfsstöðum þjóðgarðsins á landsbyggðinni; í Ásbyrgi, Mývatnssveit, á Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli eða Kirkjubæjarklaustri.

Helstu verkefni og ábyrgð

-Þróa og framfylgja fræðsluáætlun þjóðgarðsins í samvinnu við þjóðgarðsverði/starfsfólk
-Umsjón með fræðslu fyrir gesti þjóðgarðsins og rekstraraðila í þjóðgarðinum
-Umsjón með skiltagerð og merkingum
-Umsjón með og samræmingu á útgáfu á vegum þjóðgarðsins
-Umsjón með vefssvæði og samfélagsmiðlum þjóðgarðsins
-Í starfinu felast m.a. ferðalög milli svæða þjóðgarðsins
-Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

-Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-Leiðtogahæfni og frumkvæði til að hvetja aðra til árangurs
-Þekking og reynsla á starfsemi þjóðgarða, náttúruvernd og ferðamálum
-Reynsla af landvörslu, umhverfis- og náttúrutúlkun eða grenndarkennslu er kostur
-Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
-Nákvæmni, faglegur metnaður og skipulagsfærni
-Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
-Tölvufærni og geta til að vinna eftir verkferlum
-Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil. Hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Smáradóttir - [email protected] - 575-8403

Vatnajökulsþjóðgarður
Skrifstofa í Reykjavík
Urriðaholtsstræti 6-8
210 Garðabær

Sækja um starf 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira