Hoppa yfir valmynd
SumarstörfLandið201901/281Vatnajökulsþjóðgarður

Sumarstörf - Vatnajökulsþjóðgarður - Landverðir

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir sumarstörf í landvörslu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Landverðir á láglendi sinna miðlun upplýsinga og skipulagðri fræðslu til þeirra sem sækja þjóðgarðinn og gestastofur hans heim, sinna eftirliti og vöktun náttúrufars, leiða skipulagðar gönguferðir og barnastundir. Einnig þurfa þeir að vera tilbúnir að sinna almennum afgreiðslustörfum, ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum s.s. afleysingu á öðrum starfsstöðvum þjóðgarðsins.

Starfsstöðvar á láglendi eru:
Jökulsárgljúfur
Snæfellsstofa á Skriðuklaustri í Fljótsdal
Skaftafell, Jökulsárlón og Gamlabúð á Höfn í Hornafirði
Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri

Landverðir á hálendi sinna miðlun upplýsinga til gesta þjóðgarðsins, leiða skipulagðar fræðsluferðir, sinna eftirliti og vöktun náttúrufars, sinna skálavörslu (eftir aðstæðum) og ræstingum, liðsinna sjálfboðaliðum, vinna að smærri framkvæmdum og að öðrum tilfallandi verkefnum.

Starfstöðvar á hálendi eru:
Askja (Herðubreiðarlindir, Drekagil, Holuhraun, Ódáðahraun).
Krepputunga (Kverkfjöll, Hvannalindir), Snæfell.
Lónsöræfi.
Lakagígar, Eldgjá/Langisjór, Hrauneyjar/Tungnaáröræfi og Nýidalur.

Hæfnikröfur

Landverðir verða að búa yfir samskiptahæfni, þjónustulund, stundvísi, umhverfisvitund og getu til að vinna undir álagi. Jafnframt skulu þeir hafa gott vald á íslensku og ensku, frekari tungumálakunnátta er kostur.

Æskilegt er að landverðir hafi lokið landvarðanámskeiði, hafi lagt stund á náttúrutúlkun, búi yfir færni í miðlun upplýsinga, hafi verkþekkingu, ökuréttindi og kostur að hafa aukin skyndihjálparréttindi. Landverðir þurfa að tileinka sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærsvæði hans. Störf á friðlýstum svæðum og starf við leiðsögn, reynsla af útivist og fjallamennsku er kostur.
Á hálendisstöðvum er starf með björgunarsveitum sem og reynsla af akstri breyttra jeppa kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Í rafrænu umsókninni, undir liðnum "Annað", þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
1. Séróskir um starfsstöð, ef einhverjar eru.
2. Réttindi og hæfni sem varða:
a.Landvarðaréttindi (hvaða ár og hvaðan)
b. Skyndihjálparréttindi (hvaða ár og hvaðan)
c. Tungumálakunnátta
d. Ökuréttindi
e. Önnur reynsla sem umsækjandi telur að gagnist honum í starfi
3. Hversu lengi umsækjandi gefur kost á sér til starfsins (lokadagsetning).
4. Annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar nk. Ítarlegri upplýsingar um störfin má finna á vef Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is

Frekari upplýsingar um störfin:
Vegna Krepputungu, Snæfellsstofu og Snæfells: Agnes Brá Birgisdóttir, sími 470 0841 ([email protected] ) og Ragna Fanney Jóhannsdóttir Sími 470-0842 ([email protected]).
Vegna Jökulsárgljúfra: Guðmundur Ögmundsson, sími 470 7101 ([email protected] ) og Guðrún Jónsdóttir, sími 470 7102 ([email protected])
Vegna Öskju og nágrennis: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, sími 842-4363 ([email protected] ).
Vegna Skaftárstofu, Lakagíga, Eldgjár&Langasjávar, Hrauneyja&Tungnaáröræfa og Nýjadals: Jóna Björk Jónsdóttir, sími 842 4237 ([email protected] ).
Vegna Skaftafells: Hrafnhildur Ævarsdóttir, sími 470 8302 ([email protected]).
Vegna Gömlubúðar á Höfn, Jökulsárlóns og Lónsöræfa: Steinunn Hödd Harðardóttir, sími 470 8332 ([email protected]).

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Ævarsdóttir - [email protected] - 4708302

Vatnajökulsþjóðgarður
Landverðir Skaftafell
Skaftafellsstofa Skaftafelli
785 Öræfi

Sækja um starf

Starfssvið: Þjónustu- og afgreiðslufólk

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira