Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201901/224Endurhæfingardeild Grensási

Hjúkrunardeildarstjóri

HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI - ENDURHÆFINGARDEILD GRENSÁSI

Við leitum að kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla fjölbreytta starfsemi endurhæfingardeildar á Grensási. Deildin er sjö daga legudeild ásamt dag- og göngudeild. Á deildinni fer fram meðferð og endurhæfing einstaklinga eftir slys eða veikindi. Markmið endurhæfingar er að gera einstaklinga eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og geta leyfir.

Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um málefni hjúkrunar. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri flæðisviðs.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. apríl 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, ber faglega, fjárhagslega og starfsmannaábyrgð í samráði við framkvæmdastjóra flæðisviðs. Deildarstjóri ber ábyrgð á þróun hjúkrunar á deildinni, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni. Einnig setur hann markmið um kennslu og rannsóknir í endurhæfingarhjúkrun.

Hæfnikröfur

» Farsæl stjórnunarreynsla
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Leiðtogahæfni
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Frumkvæði og metnaður í starfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Framhaldsnám í hjúkrun er æskilegt
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir - [email protected] - 543 1000

Landspítali
Skrifstofa flæðisviðs
Fossvogi
108 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira