Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201901/195Landspítali

Námsstaða deildarlæknis í meinafræði á Landspítala

Laus er til umsóknar námsstaða deildarlæknis í meinafræði við Landspítala. Staðan er veitt til allt að tveggja ára frá 26. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi.

» Um er að ræða fyrstu tvö árin í sérnámi í almennri meinafræði, samkvæmt marklýsingu.
» Mats- og hæfisnefnd hefur formlega samþykkt marklýsingu námsins skv. reglugerð (nr. 467/2015).
» Námið hentar vel fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám í meinafræði erlendis.
» Kennslustjóri hefur umsjón með náminu og sérnámshandleiðari, sem fengið hefur sérstaka þjálfun, fylgir námslækni eftir bæði árin.
» Sérfræðilæknar með breiða þekkingu í meinafræði, frumumeinafræðingar og sameindameinafræðingar taka þátt í kennslunni.
» Skipuleg kennsla fer fram samhliða starfi og er innbyggð í vinnuskipulag námslækna.
» Reglulegir fræðslufundir fara fram meinafræðideildinni.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Vinna og nám á meinafræðideild ásamt vaktþjónustu
» Kennsla læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna eftir því sem við á
» Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
» Standast þarf árlegt stöðumat, til að námslæknir geti færst yfir á seinna námsár

Hæfnikröfur

» Hafa lokið kandídatsári og hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Áhugi á að starfa við meinafræði
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Jón Gunnlaugur Jónasson - [email protected] - 543 8354
Lárus Jónasson - [email protected] - 543 8357

Landspítali
Rannsóknastofa í meinafræði
Hringbraut
101 Reykjavík

Sækja um starf

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira