Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið / Norðurland201901/217Landspítali / Sjúkrahúsið á Akureyri

Námsstöður deildarlækna í lyflækningum á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri

Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í lyflækningum við Landspítala (LSH) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).

» Stöðurnar eru veittar til allt að þriggja ára frá 26. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi.
» Unnt er að taka allt að þriðjung námsins á SAk.
» Um kjarnanám í lyflækningum er að ræða sem byggir á Core Medical Training (CMT) í Bretlandi. Námið er samkvæmt marklýsingu og hefur fengið vottun Royal College of Physicians í Bretlandi.
» Mats- og hæfisnefnd hefur formlega samþykkt marklýsingu námsins skv. reglugerð (nr. 467/2015).
» Námið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hyggja á frekara framhaldsnám í almennum lyflækningum eða undirsérgreinum lyflækninga.

LANDSPÍTALI BÝÐUR:
» Fyrri hluta sérfræðináms í lyflækningum í allt að þrjú ár. Handleiðara, sem hafa fengið sérstaka þjálfun. Sérnámshandleiðari fylgir námslækni eftir öll þrjú árin, en auk þess styður klínískur handleiðari við námslækninn á hverri fjögurra mánaða vist.
» Fimm kennslustjóra sem taka að sér tiltekin verkefni sem snúa að náminu auk rúmlegra eitt hundrað sérfræðilækna með breiða þekkingu í lyflækningum.
» Rafrænt skráningarkerfi (ePortfolio) sem heldur utan um framgang námslæknis.
» Skipuleg fræðsla, hermikennsla og undirbúningur fyrir MRCP prófin.
» Rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda.
» Nám samhliða starfi.
» Námsráðstefnur skv. kjarasamningi.
» Hvatningu til að taka þátt í unglæknastarfi við Evrópusamtök lyflækna (EFIM).
» Að námslæknar sæki um að stunda meistaranám eða doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Vinna og nám á bráðadeild, dag- og göngudeildum og legudeild ásamt vaktþjónustu
» Vinna við ráðgjöf lyflækninga á deildum Landspítala, undir umsjón sérfræðilækna
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
» Framhaldsnám í almennum lyflækningum
» Standast þarf árlegt stöðumat til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

Hæfnikröfur

» Hafa lokið kandídatsári og hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Áhugi á að starfa við lyflækningar
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um námsferil og fyrri störf. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Framhaldsnám lækna

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Friðbjörn R Sigurðsson - [email protected] - 543 6550

Landspítali
Námslæknar lyflækninga
Fossvogi
108 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira