Hoppa yfir valmynd
HeilbrigðisþjónustaHöfuðborgarsvæðið201901/225Landspítali

Námsstöður deildarlækna í skurðlækningum

Lausar eru til umsóknar námsstöður í kjarnanámi í skurðlækningum við Landspítala.

» Um er að ræða tveggja ára kjarnanám í skurðlækningum sem er nauðsynlegt fyrir frekari sérhæfingu í skurðlækningum en nýtist einnig sem góður grunnur í öðru sérnámi.
» Stöðurnar eru veittar til tveggja ára frá 1. september 2019 eða eftir samkomulagi.
» Námið byggir á breska kjarnanáminu í skurðlækningum - Core Surgical Training (CST).
» Íslenska marklýsingin er samþykkt af mats- og hæfisnefnd Velferðarráðuneytisins.
» Námið er skipulagt og framkvæmt í nánu samstarfi við bresku skurðlæknafélögin.
» Námið hefur verið tekið út og samþykkt á sambærilegan hátt og gert er í Bretlandi.
» Sérnámshandleiðari leiðbeinir námslækni á námstímabilinu.
» Klínískir handleiðarar leiðbeina námslækni í klínískri vinnu á hverri sérgreinareiningu.
» Skráning á námsframvindu og námsmati fer fram rafrænt.
» Skipuleg fræðsla, hermikennsla og námskeið eru í boði.
» Námsráðstefnur skv. kjarasamningi.

Vinnan og námið fer fram á eftirfarandi sérgreinum:
Kviðarhols- og brjóstaskurðlækningum, hjarta- og lungnaskurðlækningum, þvagfæraskurðlækningum, æðaskurðlækningum, heila- og taugaskurðlækningum, lýtaskurðlækningum.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Um er að ræða fjölbreytt starf á bráða-, dag-, göngu- og legudeildum ásamt vöktum
» Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
» Þátttaka í kennslu, gæðaverkefnum og vísindavinnu
» Standast þarf árlegt stöðumat

Hæfnikröfur

» Hafa lokið kandídatsári eða sambærilegu starfsnámi
» Hafa lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess
» Hafa gott vald á íslensku máli
» Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. Viðtöl fara fram 6. mars 2019. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Guðjón Birgisson - [email protected] - 543 7450

Landspítali
Aðstoðar- og deildarlæknar SKU
Hringbraut
101 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira