Hoppa yfir valmynd
TæknistörfHöfuðborgarsvæðið201902/306Ríkislögreglustjóri

Forritari


Forritari 
 
Ríkislögreglustjóri óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forritara í tölvu- og upplýsingatæknideild embættisins sem annast þróun, rekstur og viðhald á tölvukerfum og hugbúnaði lögreglunnar.
 
Helstu viðfangsefni
- Nýsmíði, þróun og viðhald hugbúnaðarlausna lögreglu s.s. lögreglukerfið (LÖKE)
- Greining, hönnun og forritun
- Skjölun og prófanir
- Samskipti við notendur og samstarfsaðila
- Sinnir eftir atvikum annarri hugbúnaðar¬vinnu sem til fellur innan deildarinnar.
 
Starfsumhverfið
Ríkislögreglustjóri er fjölbreyttur vinnustaður þar sem leitast er við að tryggja öryggi og gott starfsumhverfi. Við tölvu¬ og upplýsingatæknideild, starfa í dag 8 starfsmenn. Deildin hefur m.a. umsjón með lokuðu tölvuneti, þróun sérstakra hugbúnaðarlausna, gagnatengingar við samstarfsaðila erlendis og aðstoð við notendur.   Fyrirhuguð eru stór verkefni vegna nýrra upplýsingakerfa Schengen-samstarfsins.
 
Hæfni– og menntun umsækjanda
• Gerð er krafa um að hafa lokið B.Sc. eða M.Sc. prófi í tölvunarfræði frá viðurkenndum háskóla.
•  Þekking á forritun í C# í Visual Studio og .NET umhverfi er æskileg.
•  Þekking á forritun er tengist SQL Server er æskileg. 
•  Íslenskukunnátta er skilyrði.
•  Skal geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa frumkvæði við lausn verkefna.
•  Þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Nánar um starfið
Vakin er athygli á því að að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 .

Laun eru samkvæmt núgildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar um starfið veita Jónas Ingi Pétursson og Thelma Cl. Þórðardóttir í síma 444¬-2500.
 
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019 og skal umsóknum skilað á netfangið [email protected] eða til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, merkt Upplýsingatæknideild.
 
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, afrit af prófskírteini og kynningarbréf.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
 
Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum.

Reykjavík, 6. febrúar 2019
Ríkislögreglustjóri

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira