Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201902/313Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Sérfræðingur á sviði loftslagsmála

Sérfræðingur á sviði loftslagsmála

Hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er laus til umsóknar staða sérfræðings í loftslagsmálum á skrifstofu hafs, vatns og loftslags. Um fullt starf er að ræða. Starfið felst einkum í útfærslu og eftirfylgni á alþjóðlegum skuldbindingum og markmiðs um kolefnishlutleysi og vinnu við undirbúning og eftirfylgni reglna á sviði loftslagsmála. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í vaxandi málaflokki, sem kallar á mikla samvinnu og samstarf við aðila innan sem utan stjórnkerfisins, auk skilnings og þátttöku í alþjóðastarfi.

Starfssvið:
Umsjón með eftirfylgni áætlana og skýrslugerð og þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð í loftslagsmálum
Framkvæmd á regluverki loftslagsmála, þ.m.t. á reglum sem Ísland tekur upp á sviði EES-samningsins varðandi takmarkanir á losun, kolefnisbindingu og landnotkun og skýrslugerð
Þátttaka í vinnslu lagafrumvarpa og reglugerða
Samskipti við stjórnvöld, hagsmunaaðila og aðra
Alþjóðlegt samstarf, þ.m.t. norrænt samstarf

Menntunar- og hæfniskröfur:
Meistarapróf eða sambærilegt háskólapróf, sem nýtist í starfi
Þekking á loftslagsmálum 
Þekking og reynsla í stjórnsýslu, þ.á m. á EES-samningnum, er kostur
Frumkvæði, færni í stefnumótun, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
Góð samskiptahæfni og geta til að vinna undir álagi
Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku
Mjög góð kunnátta í ensku og góð kunnátta í einu Norðurlandamáli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer m.a. með loftslagsmál, málefni hafsins, mengunarvarnir og hollustu, náttúruvernd, veiðistjórnun, skógrækt og landgræðslu, skipulag og landmælingar og sjálfbæra þróun.

Í ráðuneytinu starfa um fjörutíu starfsmenn og er verkefnum ráðuneytisins skipað á fjórar skrifstofur.

Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. 

Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019 

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík eða rafrænt á [email protected]. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftslags, netfang [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira