Hoppa yfir valmynd
SérfræðistörfHöfuðborgarsvæðið201902/312Umhverfisstofnun

Sérfræðingur í vatnamálum á sviði náttúru, hafs og vatns

Vilt þú vinna við verndun vatns?

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vatnamálum á sviði náttúru, hafs og vatns. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnsýsla stjórnar vatnamála og fráveitumála sem fellur innan starfssviðs Umhverfisstofnunar samkvæmt lögum og reglugerðum.
- Verkefni sem falla innan verksviðs Umhverfisstofnunar og tengjast vörnum gegn mengun vatns og meðhöndlun seyru.. 
- Verkefni sem tengjast stjórn vatnamála s.s. vinna við vöktunaráætlun, aðgerðaáætlun og vatnaáætlun fyrir Ísland. 
- Gerð leiðbeininga, umsagna, gagnaskil og samstarf við hagsmunaaðila.
- Erlent og innlent samstarf sem tengist stjórn vatnamála og fráveitumálum

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um háskólapróf á meistarastigi í verkfræði- eða raunvísindum sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tæknifræði, líffræði eða umhverfis- og auðlindafræði. Einnig er gerð krafa um kunnáttu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:
- Þekking á umhverfismálum, vatnalíffræði og örverufræði
- Þekking á opinberri stjórnsýslu 
- Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskipum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Bæði konur og karlar hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum; allt eftir búsetu umsækjenda. 
Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Arnar Jónsson - [email protected] - 5912000
Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - [email protected] - 5912000

Umhverfisstofnun
Svið náttúru, hafs og vatns Teymi hafs og vatns
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira