Skjalavörður - Sauðárkrókur
Skjalavörður
Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða skjalavörð til starfa í starfsstöð skjalasafns sendiskrifstofa á Sauðárkróki.
Helstu verkefni og ábyrgð
Útprentun skjala í málaskrá sendiskrifstofa utanríkisþjónustunnar og frágangur til varðveislu.
Pökkun skjala og skráning í geymsluskrá til afhendingar á Þjóðskjalasafn.
Leit, skönnun og sending skjala úr eldri skjalasöfnum sendiskrifstofa fyrir starfsfólk utanríkisþjónustunnar.
Frágangur, skönnun og skráning ljósmynda.
Skráning erinda í málaskrár sendiskrifstofa.
Hæfnikröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af almennum skrifstofustörfum, reynsla af skráningu skjala er kostur.
Mjög gott vald á íslensku.
Mjög góð kunnátta í ensku og kunnátta í Norðurlandatungumáli, kunnátta í frönsku og þýsku er kostur.
Góð tölvukunnátta, kostur að hafa reynslu af GoPro.
Þjónustulund, frumkvæði, færni til að vinna sjálfstætt, samskiptahæfni og góð framkoma.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.02.2019
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Þór Baldvinsson - [email protected] - 5459900
Berglind Bragadóttir - [email protected] - 5459900
Utanríkisráðuneytið
Rauðarárstígur 25
101 Reykjavík
Smelltu hér til að sækja um starfið